Fahrenheit 451

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Farhenheit 451 er vísindaskáldsaga eftir Ray Bradbury. Hún er framtíðarhryllir (dystrópía) og gerist í heimi þar sem eldur er ekki hættulegur heimilum og slökkviliðsmenn vinna við að kveikja elda, ekki slökkva elda. Í þessum heimi hafa bækur verið bannaðar og slökkviliðsmenn fara á heimili fólks og leita að bókum til að brenna. Sagan hefur verið kvikmynduð og var leikstjóri kvikmyndar François Truffaut. Sagan hefur einnig komið út sem teiknimyndasaga og sem rafbók en höfundur var lengi vel andstæðingur Internetsins og vildi ekki að rit sín væru aðgengileg á vefnum. Bókin kom út í íslenskri þýðingu 1968. Heimildarmynd Michael Moore Farhenheit 9/11 vísar í þessa sögu en upphaflegu titillinn er fengin vegna þess að það er hitastigið sem bækur byrja að brenna. Michael Moore segir að sinn titill vísi til atburðar sem varð til að frelsið brynni upp.

Aðalpersóna sögunnar er Guy Montag sem er óánægður slökkviliðsmaður. Sjónvarpsskjárinn er miðpunktur heimilisins og bækur eru bannaðar svo fólk situr við skjáinn þar sem ríkið útvarpar þáttum.