Færilús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Færilús
Karldýr, kvendýr og lirfa.
Karldýr, kvendýr og lirfa.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Tvívængjur (Diptera)
Ætt: Lúsflugnaætt (Hippoboscidae)
Ættkvísl: Melophagus
Tegund:
M. ovinus

Tvínefni
Melophagus ovinus
(Linnaeus, 1758)
Undirtegundir
  • M. ovinus ovinus (Linnaeus, 1758)
  • M. ovinus himalayae Maa, 1969
Samheiti
  • Hippobosca ovina Linnaeus, 1758
  • Melophagus montanus Ferris & Cole, 1922

Færilús (melophagus ovinus) er sníkjudýr sem leggst á sauðfé. Hún var algeng á Íslandi fram á 20. öld, þegar tókst að útrýma henni með því að baða sauðfé.

„Lúsin“ er í raun vængjalaus fluga, brún að lit, loðin, 4-6 mm löng og með smátt höfuð. Hún hefur bitkjálka sem hún notar til að sjúga blóð úr kindum. Fæturnir sex eru sterkir og með klær á endum. „Lúsin“ lifir í ullinni, mest við háls, herðar og á kvið hýsilsins. Hvert dýr lifir í 4-6 mánuði og verpir 10-20 eggjum, einu í einu. Móðirin fóðrar hverja lirfu með eins konar mjólkurkirtli. Púpustig er 19-23 dagar að sumri en 20-36 dagar að vetri. Útbreiðslusvæði er mestöll Evrópa, þar á meðal Ísland og Færeyjar, auk Norðvestur-Afríku, Mongólíu, Norður-Indlands og fleiri svæða.

Fullorðin dýr eru drepin með böðun upp úr vatni og ýmsum efnum. Meðal lyfja eru ivermectin og pyrethrin. Meðferðina þarf að endurtaka á 3-4 vikna fresti vegna þess að púpan er ónæm fyrir eitrinu. Það hjálpar líka að rýja kindina fyrst, þar eð sníkillinn lifir í ullinni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]