Fara í innihald

Føroysk orðabók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Færeysk orðabók, 1998)

Føroysk orðabók – (Færeysk orðabók) – er færeysk–færeysk orðabók, sem kom út 1998 í ritstjórn Jóhans Hendrik Winther Poulsen.

Þetta er fyrsta færeyska orðabókin með skýringum á færeysku, og hefur að geyma um það bil 65.700 uppflettiorð og um 70.000 notkunardæmi á tæplega 1.500 blaðsíðum. Þar með er færeyska síðasta lifandi norðurgermanska tungumálið sem hefur eignast ítarlega móðurmáls-orðabók. Vinnan við orðabókina stóð yfir í um 40 ár, ef allur undirbúningur er meðtalinn.

Orðabókin miðast við ríkjandi færeyska málstefnu, það er vandað færeyskt mál. Þess vegna er erlendum tökuorðum sleppt, ef þau eru ekki með fullri vissu orðin hluti af færeyskum orðaforða.

Netútgáfa

[breyta | breyta frumkóða]

Frá árinu 2007 hefur orðabókin verið aðgengileg á netinu. Hægt er að leita að uppflettiorðum, en gæta þarf þess að nota færeysku stafina á, ð, í, ó, ú, ý, æ og ø. Hægt er að fella niður bókstafi í upphafi eða enda orðs með því að nota *. Netútgáfan er í meginatriðum eins og prentaða útgáfan.