Eyvindur hani

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Eyvindur hani var landnámsmaður í Eyjafirði. Landnáma segir að hann hafi verið af göfugum ættum og hann var frændi Öndóttssona, Ásgríms og Ásmundar, sem námu land í Kræklingahlíð.

Eyvindur kom til Íslands seint á landnámsöld og gáfu frændur hans honum land. Í Landnámu segir að hann hafi búið í Hanatúni, sem síðar hafi kallast Marbæli. Hvorugt bæjarnafnið er nú þekkt á þessum slóðum en líklega hefur land Eyvindar verið í ysta hluta Kræklingahlíðar. Hann var kallaður Túnhani. Kona hans var Þórný, dóttir Stórólfs Öxna-Þórissonar, og var sonur þeirra Snorri Hlíðmannagoði.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók. Af snerpa.is“.