Eyvindur auðkúla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eyvindur auðkúla var landnámsmaður í Austur-Húnavatnssýslu og nam hann Svínadal allan. Hann bjó á Auðkúlustöðum (nú Auðkúlu) í Svínadal. Meira er ekki sagt um hann í Landnámabók en aftur á móti er þar sagt frá því að í landnámi hans, á bænum Svínavatni sem er rétt austan við suðurendann á samnefndu vatni, bjó Þorgils gjallandi, sem komið hafði til landsins með Auðuni skökli, og segir frá honum í Vatnsdæla sögu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Vatnsdæla saga. Hjá snerpa.is“.