Eyvindur (kartöfluyrki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Eyvindur eða Kerr's Pink er kartöfluyrki sem er algengt á Bretlandseyjum og er oft kallað „írska kartaflan“ þótt það hafi verið búið til í Skotlandi árið 1907 með blöndun yrkjanna Fortyfold og Smith's Early. Árið 2002 var þessi kartafla önnur mest ræktaða kartaflan á Írlandi eða fjórðungur af heildaruppskerunni.

Eyvindur er með einkennandi bleikt hýði og djúp augu. Kjötið er ljósgult og mjölmikið. Kartöflurnar eru stórar og yrkið gefur mikið af sér en hefur jafnframt lítið þol gegn kartöflumyglu.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.