Eykon Energy
Eykon Energy ehf. er íslenskt félag sem sótti um leyfi til olíurannsókna og -vinnslu á Drekasvæðinu í öðru útboði sérleyfa árið 2012 en fékk frest til að finna sér erlendan samstarfsaðila[1]. Í júní 2013 var svo tilkynnt að Eykon Energy væri komið í samstarf við CNOOC frá Kína (enska: China National Offshore Oil Corporation), sem yrði framkvæmdaaðili skv. leyfisumsókninni.[2]. Möguleiki er á að leyfi verði veitt á grundvelli umsóknarinnar á árinu 2013[3]
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir er stjórnarformaður félagsins og Gunnlaugur Jónsson er framkvæmdastjóri. Auk þeirra er Terje Hagevang hluthafi í félaginu.[4]
Nafn Eykons Energy
[breyta | breyta frumkóða]Eykon Energy ehf er nefnt í höfuðið á Eyjólfi Konráði Jónssyni, alþingismanni, ritstjóra og athafnamanni, sem var kallaður Eykon.[5] Eykon barðist fyrir réttindum Íslendinga umhverfis landið, bæði á Jan Mayen-hryggnum, þar sem Drekasvæðið er og víðar.
Aðkoma CNOOC
[breyta | breyta frumkóða]Greint var frá því í erlendum fjölmiðlum að CNOOC hefði tilkynnt að bæði Eykon Energy og íslensk stjórnvöld hefðu sóst eftir aðkomu félagsins.[6] Þetta var leiðrétt í íslenskum fjölmiðlum af forsvarsmönnum Eykons.[7]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2021. Sótt 8. júní 2013.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 8. júní 2013.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 8. júní 2013.
- ↑ http://www.vb.is/frettir/84740/?q=eykon[óvirkur tengill]
- ↑ http://www.visir.is/eykon-saekir-um-drekann/article/2012120409831
- ↑ http://www.visir.is/wsj--islensk-stjornvold-budu-cnooc-adild-ad-drekasvaedinu/article/2013130609458
- ↑ http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2013/06/06/heidar_stjornvold_tengdust_ekki_vidraedum/