Fara í innihald

Eykon Energy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eykon Energy ehf. er íslenskt félag sem sótti um leyfi til olíurannsókna og -vinnslu á Drekasvæðinu í öðru útboði sérleyfa árið 2012 en fékk frest til að finna sér erlendan samstarfsaðila[1]. Í júní 2013 var svo tilkynnt að Eykon Energy væri komið í samstarf við CNOOC frá Kína (enska: China National Offshore Oil Corporation), sem yrði framkvæmdaaðili skv. leyfisumsókninni.[2]. Möguleiki er á að leyfi verði veitt á grundvelli umsóknarinnar á árinu 2013[3]

Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir er stjórnarformaður félagsins og Gunnlaugur Jónsson er framkvæmdastjóri. Auk þeirra er Terje Hagevang hluthafi í félaginu.[4]

Nafn Eykons Energy

[breyta | breyta frumkóða]

Eykon Energy ehf er nefnt í höfuðið á Eyjólfi Konráði Jónssyni, alþingismanni, ritstjóra og athafnamanni, sem var kallaður Eykon.[5] Eykon barðist fyrir réttindum Íslendinga umhverfis landið, bæði á Jan Mayen-hryggnum, þar sem Drekasvæðið er og víðar.

Aðkoma CNOOC

[breyta | breyta frumkóða]

Greint var frá því í erlendum fjölmiðlum að CNOOC hefði tilkynnt að bæði Eykon Energy og íslensk stjórnvöld hefðu sóst eftir aðkomu félagsins.[6] Þetta var leiðrétt í íslenskum fjölmiðlum af forsvarsmönnum Eykons.[7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2021. Sótt 8. júní 2013.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 8. júní 2013.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 8. júní 2013.
  4. http://www.vb.is/frettir/84740/?q=eykon[óvirkur tengill]
  5. http://www.visir.is/eykon-saekir-um-drekann/article/2012120409831
  6. http://www.visir.is/wsj--islensk-stjornvold-budu-cnooc-adild-ad-drekasvaedinu/article/2013130609458
  7. http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2013/06/06/heidar_stjornvold_tengdust_ekki_vidraedum/