Eyjólfur J. Eyfells
Útlit
Eyjólfur J. Eyfells (6. júní 1886 – 3. ágúst 1979) var íslenskur myndlistarmaður sem er þekktastur fyrir fínlegar og raunsæjar landslagsmyndir frá Íslandi. Hann lærði teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera í Reykjavík og síðar listmálun hjá þýska listmálaranum Ernst Oskar Simonson-Castelli. Hann bjó við Skólavörðustíg í Reykjavík þar sem kona hans, Ingibjörg Einarsdóttir, rak hannyrðaverslunina Baldursbrá. Eyjólfur var lengi með vinnustofu á háalofti Austurbæjarskóla.