Eyjahornhumar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eyjahornhumar (Jasus tristani) er humartegund sem lifir við eyjuna Tristan da Cunha í Suður Atlantshafi.

Eyjahornshumar
Tímabil steingervinga: Dýraríki (Animalia)

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animaila)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Krabbadýr (Crustacea)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Ætt: Svipukrabbar (Palinuridae)
Ættkvísl: Jasus
Tegund:
Jasus tristani

Tvínefni
Jasus tristani (Holthuis, 1963)

Útlit, æxlun og vöxtur[breyta | breyta frumkóða]

Eyjahornshumarinn er með breiðar og flatar skelflögur, þær eru nánast jafn breiðar og þær eru langar. Afturbolurinn er breiður með frekar fáum hreisturflögum. Mikið og mjúkt svæði er á fremsta parti hvers frumliðs Eyjahornshumarsins [1].

Karlkyns Eyjahornhumar verður að hámarki 35,5 sentimetrar og kvenkyns um 27 sentimetrar. hámarksskeljalengd er 14,5 sentimetrar hjá karldýrinu og um 10 sentimetrar hjá kvendýrinu. Meðallengd skeljarinnar er um 8-9 sentimetrar hjá fullvöxnu dýri. Lirfurnar eru um 2-3 sentimetra langar[1] og er hrygning í september[2].

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Eyjahornhumar finnst einungis í Suður Atlantshafi, á landgrunni eyjaklasans Tristan da Cunha og neðarsjávarfjallinu Vema sem er staðsett um 1,600 kílómetrum fyrir utan Tristan da Cunha[1]. Kjörhitastig hans er um 18°C[2].

Hann finnst á 0-200 metra dýpi, en mest heldur hann Eyjahornhumarinn sig á 20-40 metrum á grýttum botni, þar sem skuggi er af klettum og inn í hellum[2], stundum þar sem finnst möl og skeljar sem og í þangbeltum[1].

Útbreiðsla Eyjahornshumars
Útbreiðsla Eyjahornshumars [3]


Veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Frameftir voru veiðar af Eyjahornshumri einungis fyrir innlenda framleiðslu. Árið 1949 var stofnað Tristan da Cunha Exploration (seinna: Development) og humarveiðin þróuð. Kælargeymslur og niðursuðuverksmiðjur voru byggðar og eitt fiskveiðiskip var starfsrækt. Smábátar voru nýttir til að flytja humarinn í vinnsluskipið þar sem hann var kældur og fluttur til verksmiðjunnar. Árið 1961 varð eldgos þess valdandi að allar byggingar eyðilögðust[1].

1963 var stofnað nýtt fyrirtæki South Atlantic Islands Development Corporation, höfnin var endurbyggð 1966 og ný verksmiðja stofnuð og sáu tvö fiskveiðiskip með kælitækni ásamt fjölda smábáta um að anna henni. Flotinn var svo stækkaður 1971 í fjögur fiskveiðiskip með aðstöðu til að afhausa humrana og frysta halana. 1978 var skipunum aftur fækkað niður í tvö sem voru gerðu út frá Cape Town. Notaðir voru smábátar til að sækja netin og gildrurnar[1].

Fyrstu veiðarfærin var spotti sem bundinn var á stein. Á hinum endanum var beitan. Beitunni var sökkt í sjóinn og dregin svo upp eftir fáeinar mínútur og héngu humrarnir á henni eins og vínberjaklasi og voru þá plokkaðir af. Seinna voru notuð hringnet og frá 1967 málmgildrur á löngum línum[1].


Aflí í tonnum Eyjahornshumri frá 1950 til 2017 samkvæmt gagnagrunni FAO.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 „Marine Species Identification Portal : Tristan rock lobster - Jasus tristani“. www.species-identification.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. maí 2022. Sótt 28. mars 2020.
  2. 2,0 2,1 2,2 http://www.marinespecies.org/aphia.php?p=taxdetails&id=246525
  3. http://www.marinespecies.org/aphia.php?p=taxdetails&id=246525