Fara í innihald

Qikiqtaq

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eyja Vilhjálms konungs)
Kort sem sýnir staðsetningu Qikiqtaq.

Qikiqtaq eða Eyja Vilhjálms konungs (enska: King William Island, franska: Île du Roi-Guillaume) er eyja við norðurströnd Kanada í Núnavút og er hluti af Kanadíska eyjaklasanum. Eyjan er á milli 12.516 og 13.111 km² að stærð. Íbúar eyjarinnar voru 1279 árið 2011 og búa allir í bænum Uqsuqtuuq. Milli eyjarinnar og Boothia-skaga eru Rosssund og Raesund. Í vestri er Viktoríusund og Viktoríueyja.

Eyjan er þekkt fyrir stórar hjarðir hreindýra sem hafast þar við að sumri en fara frá eyjunni á ís á haustin.

Margir landkönnuðir sem leituðu að Norðvesturleiðinni komu við á eyjunni. Breski landkönnuðurinn John Ross nefndi hana Eyju Vilhjálms konungs eftir Vilhjálmi 4. árið 1830. George Back var fyrstur til að átta sig á því að Qikiqtaq væri eyja. Frægt er að John Franklin festi skip sín við eyjuna 1845. Allir skipverjar hans fórust úr kulda og hungri næstu ár. Árið 1903 kom Roald Amundsen þangað á skipi sínu Gjøa, bjó hjá inúítum í Uqsuqtuuq og lærði að meðhöndla hundasleða.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.