Evrópuráðsþingið
- Ekki rugla saman við Evrópuþingið.
Evrópuráðsþingið er önnur af tveimur helstu stofnunum Evrópuráðsins ásamt ráðherranefndinni. Þingið er þingræðislegur vettvangur aðildarríkja Evrópuráðsins og er gjarnan kallað „hugmyndabanki“ þess.[1]
Á Evrópuráðsþinginu sitja 612 fulltrúar frá sem skiptast í aðalmenn og varamenn. Bæði aðal- og varamenn geta sótt þingfundi en aðeins aðalmenn hafa atkvæðisrétt. Fjöldi fulltrúa frá hverju ríki fer eftir stærð þjóðarinnar. Þingið hefur starfræktar átta málefnanefndir og fimm flokkahópa.[2] Formenn landsdeilda sitja í stjórnarnefnd og í sameiginlegri nefnd ásamt ráðherranefnd Evrópuráðsins. Í forsætisnefnd þingsins sitja 20 þingmenn.[1]
Evrópuráðsþingið kemur saman fjórum sinnum á ári. Á fundum þess á það að eiga frumkvæði að aðgerðum og beina tillögum til ráðherranefndarinar, hafa eftirlit með efndum fjölþjóðlegra skuldbindinga og þrýsta á um skjótar aðgerðir, vera samráðsvettvangur þingmanna aðildarríkjanna og efla þannig tengsl þjóðþinga.[1]
Evrópuráðsþingið hefur átt frumkvæði að samningu margra fjölþjóðlegra sáttmála sem eru lagalega bindandi fyrir aðildarríki sem undirrita þá, meðal annars Mannréttindasáttmála Evrópu og félagsmálasáttmála Evrópu. Fulltrúar á Evrópuráðsþinginu kjósa jafnframt dómara til setu í Mannréttindadómstól Evrópu.[2]
Alþingi Íslands hefur átt aðild að Evrópuráðsþinginu frá árinu 1950.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Stofnanir Evrópuráðsins“. Mannréttindaskrifstofa Íslands. Sótt 14. apríl 2024.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 „Evrópuráðsþingið“. Alþingi. Sótt 14. apríl 2024.