Evrópukeppni B-þjóða í badminton
Útlit
(Endurbeint frá Evrópukeppni B þjóða í badminton)
Helvetia Cup eða Evrópukeppni B þjóða í badminton er blönduð landsliðskeppni Evrópuþjóða, haldin annað hvert ár. Fyrsta mótið var haldið í Zurich, Sviss 1962[1]. Spilaðir eru einliðaleikur kvenna, einliðaleikur karla, tvíliðaleikur kvenna, tvíliðaleikur karla og tvenndarleikur, einn af hverjum.
Ísland hefur unnið mótið tvisvar, 1999 í Norður-Írlandi og 2007 í Laugardalshöll.
Í íslenska liðinu 2007 voru:
- Ragna Ingólfsdóttir
- Katrín Atladóttir
- Tinna Helgadóttir
- Halldóra Jóhannsdóttir
- Magnús Ingi Helgason
- Helgi Jóhannesson
- Atli Jóhannesson
- Njörður Ludgvigsson
Þjálfarar:
- Anna Lilja Sigurðardóttir
- Kenneth Larsen