Fara í innihald

Evrópski vinstriflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Evrópski vinstriflokkurinn er Evrópuflokkur sem samanstendur af róttækum vinstriflokkum í Evrópu, ýmist kallaðir vinstriflokkar eða kommúnistaflokkar. Hann var stofnaður í Róm árið 2004 og hefur höfuðstöðvar í Brussel.

Aðildarflokkarnir bjóða fram til Evrópuþingsins undir sameiginlegum þinghópi með norrænu vinstriflokkunum.

Í desember 2016 voru 27 flokkar í Evrópska vinstriflokknum, átta áheyrnarfulltrúar og þrír fylgendur frá 25 Evrópulöndum.