Eulersregla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Eulersregla[1] er regla í talnafræði sem segir að þar sem n er jákvæð heiltala og a er jákvæð heiltala sem er ósamþátta n (þ.e. þar sem \operatorname{ssd}(a,n)=1) gildir að:

a^{\varphi (n)} \equiv 1 \pmod{n}

þar sem \varphi(n) er \varphi-fall Eulers og \dots \equiv \dots \pmod{n} merkir að vinstri hliðin sé samleifa hægri hliðinni mátaðri við n.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Íslenskt-enskt orðasafn, Enskt-íslenskt orðasafn — Eulersregla: Regla Eulers um eingerð föll.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]