Etoumbi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Etoumbi er bær í Cuvette-Ouest héraði í norðvesturhluta Vestur-Kongó. Flestir íbúar hans hafa viðurværi sitt af veiðum í nálægu skóglendi.

Í Etoumbi hefur fjórum sinnum komið upp ebólafaraldur nýlega, að því er talið er vegna þess að íbúarnir hafa borðað kjöt af dýrum sem fundist hafa dauð í skóginum. Árið 2003 létust 120 úr ebóla og eftir að vírusinn skaut aftur upp kollinum í maí 2005 var bærinn settur í sóttkví.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.