Essemm
Essemm - Markaðsmiðlun & Ráðgjöf er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1983 sem hönnunar og auglýsingastofa. Á þeim árum sem fyrirtækið hefur starfað, hefur það unnið fyrir fjölmörg íslenzk fyrirtæki og stofnanir við mótun stefnu í markaðsmiðlun og framleiðslu kynningarefnis. Essemm starfaði einnig á sænskum markaði um sjö ára skeið við framleiðslu sjónvarpsauglýsinga og heimildarmynda.
Árið 1990 kom Essemm á fót deild undir nafninu Vistaskipti & Nám (Vista X Change) sem sérhæfði sig í alþjóðlegum menningarskiptum. Vistaskipti óx úr lítilli skrifstofu sem annaðist milligöngu um au pair-ráðningar erlendis, í það að verða stærsti aðilinn sem sérhæfði sig í ferðaþjónustu fyrir ungt fólk. Vistaskipti var selt til ferðaskrifstofunnar Stúdentaferðir ehf árið 2002.
Essemm stofnaði nýja deild árið 2004, Lingo-Málamiðlun sem hefur það markmið að auðvelda einstaklingum þátttöku í alþjóðlegu samfélagi með því að aðstoða þá við að læra tungumál og kynnast nýjum háttum í öðrum menningarheimum.
Lingó-málamiðlun býður lausnir sem auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum að taka þátt í alþjóðasamfélaginu; Nám á háskólastigi við alþjóðlega fagháskóla auk námskeiða á sviði tungumála og menningarlæsis.
Sérstaða Lingo-Málamiðlunar í felst í mikilli uppsafnaðri þekkingu á sviði menningarskipta og víðtækum tengslum, í mörgum þjóðlöndum. Erlendir samstarfsaðilar eru um 50 talsins og í 12 löndum. Allt eru þetta viðurkenndir aðilar, sem bjóða úrvalsþjónustu á sínu sviði.
Lingo-Málamiðlun notar upplýsingatækni til hins ítrasta í starfsemi sinni, með það fyrir augum að ná fram hagkvæmni í rekstri - en ekki síður til að veita góða þjónustu og standa undir nafni sem upplýsingaveita um nám og störf erlendis.