Eskimói

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um orðið „eskimói“. Sjá annars aðalgrein um Inúíta

Eskimói“ er orð sem er stundum notað um Inúíta.

Orðsifjar orðsins eskimói[breyta | breyta frumkóða]

Á mörgum indíánamálum af Algonquian tungumálaætt eru Eskimóar eða Inúítar nefndir nöfnum sem þýða „þeir sem éta hrátt kjöt“ eða hljóma svipað og orðið eskimói. Ojibwe-indíánar til dæmis nota orðið êškipot („sá sem borðar hrátt“ af ašk-, „hrátt“, og -po-, „að borða“) um Eskimóa. Mjög sennilegt er að Ojibwe hafi tekið að láni úr frönsku orðið eskimói og að franska orðið esquimaux (frb. eskímó) hafi einungis hljóðlíkingu með Ojibwe orðum sem þýða „þeir sem éta hrátt kjöt“. En á þeim tíma sem Frakkar fóru að nota þetta orð voru Ojibwe-indíánar ekki í neinu sambandi við Eskimóa.

Í máli Innu-indíána, sem voru nágrannar Eskimóa á þeim tíma sem Frakkar fóru að notað orðið esquimaux, eru hins vegar engin orð sem samsvara þessari þýðingu. Þar að auki átu Innu-indíánar hrátt kjöt á sama hátt og Eskimóar og þess vegna er ekki sérlega líklegt að þeir hafi kennt þá við slíkt mataræði. Ýmsum tilgátum að orðsifjum hefur verið varpað fram gegnum árin en nú hallast flestir tungumálafræðingar að því að orðið eigi uppruna í orði sem þýðir „sá sem gerir snjóþrúgur“. Innu-indíánar nefna Mi'kmaq-þjóðina, granna sína, nafni sem hljómar eins og eskimo og hefur þessa þýðingu. Frönsku trúboðarnir og veiðimennirnir sem hófu að kalla Eskimóa esquimaux hafa sennilega misskilið við hverja var átt.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Mailhot, J. L'étymologie de «Esquimau» revue et corrigée Études Inuit/Inuit Studies 2-2:59-70 1978
  • Goddard, Ives (1984). "Synonymy." In Arctic, ed. David Damas. Vol. 5 of Handbook of North American Indians, ed. William C. Sturtevant, pp. 5-7. Washington, D.C.: Smithsonian Institution. Cited in Campbell 1997
  • Campbell, Lyle (1997). American Indian Languages: The Historical Linguistics of Native America, pg. 394. New York: Oxford University Press