Fara í innihald

Espoo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Esbo)
Staðsetning Espoo í Finnlandi

Espoo (sænska: Esbo), einnig ritað Espó, er næst stærsta borg Finnlands, staðsett á suðurströnd landsins. Hún myndar höfuðborgarsvæðið ásamt Helsinki, Vantaa og Kauniainen. Flatarmál borgarinnar er 528 km², þar af land 312 km². Núverandi íbúafjöldi er um 284.000 (2019), en aðeins Helsinki telur fleiri íbúa.