Fara í innihald

Esóp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forngrísk brjóstmynd sem talin er vera af Esóp.

Esóp (eða Æsóp[1]) (forngríska Αἴσωπος; u.þ.b. 620 - 564 f. Kr.) var grískur dæmisagnahöfundur sem eignaðar eru fjölmargar sögur sem þekktar eru sem Dæmisögur Esóps. Óljóst er hvort Esóp var til í raun og veru þar sem engin frumrit eftir hann eru til en honum eru ætlaðar ótal sögur sem safnað hefur verið í gegn um aldirnar á ýmsum tungumálum samkvæmt sagnahefð sem heldur áfram til okkar daga. Í mörgum sögunum eru persónurnar talandi dýr eða dauðir hlutir sem hugsa, leysa vandamál og haga sér eins og mannfólk.

Margar fornar heimildir gefa vísbendingar um ævi Esóps, þar á meðal verk Aristótelesar, Heródótosar og Plútarkosar. Í forngrískum skáldskap er Esóp talinn hafa verið forljótur þræll sem vann sér inn frelsi með gáfum sínum og varð ráðgjafi konunga og borgríkja. Líklega á þessi ímynd af Esóp ekki við neinn raunveruleika að styðjast.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Tímarit.is