Ernst Henrich Berling
Ernst Henrich Berling (f. Ernst Heinrich Berling[1], 22. mars 1708 í Mecklenburg, Þýskalandi, dáinn 16. október 1750 í Árósum) var þýsk-danskur prentari og bókaútgefandi. Hann setti á stofn 1749 Kjøbenhavnske Danske Post Tidender. Elsta blað Danmerkur sem lengst af hét Berlingske Tidende og loks frá 2011 aðeins Berlingske.
Berling var sonur Melchior Christian Berling og Catharina Hennings og fæddist í Mecklenburg. Hann lærði bókprentun í Lauenburg, tók sveinspróf 1727 og var kallaður 1731 til Kaupmannahafnar af bókprentaranum Johan Jørgen Høpfner. Kvæntist hann aftur stúpdóttur hans, Cecilie Cathrine Godiche, ári seinna. Hún var dóttir þekkts bókprentara Jørgen Matthiasen Godiche. Frá þeim er komin danska prentarafjölskyldan Berling.
1733 hóf hann fyrirtækjarekstur í prentun á eigin spýtum. Með ótalmörgum og vönduðum útgáfum sínum stóð hann að mikilli framför í danskri prentun.
Þann 27. desember 1748 fékk hann fyrir sig og erfingja sína einkaleyfi á að prenta ýmis blöð, dönsk, þýsk frönsk og fræðileg, ásamt hinum mánaðarlegu Ríkistíðindum sem hann hafði keypt af bókprentara-ekkjunni Inger Wielandt. Blað hans Kjøbenhavnske Danske Post-Tidender, færði fólki mun meirri betri og nákvæmari fréttir af stjórnmálum og ýmsu sem gerðist innanlands en þar til hafði þekkst.
Frá 1748 tók hann yfir útgáfu blaðs um bækur (litterærkritiske blad) Kiøbenhavnske nye Tidender om lærde [og curieuse] Sager, og Berlingske efterretninger.
Berling dó í október 1750, fáum mánuðum á eftir konu sinni.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- Henry Hellssen, Foregangsmanden Ernst Heinrich Berling, Det Berlingske Bogtrykkeri, 1958.
- Harald Ilsøe, Bogtrykkerne i København, Museum Tusculanums Forlag, 1992. ISBN 87-7289-195-5.
- T. Vogel-Jørgensen, Berlingske tidende gennem to hundrede aar. 1749-1949, bind 1, Berlingske, 1949.
- Rasmus Nyerup, Læsendes Aarbog for 1800, s. 69 ff.
- Peter Matthias Stolpe, Dagspressen i Danmark, bind III og IV.
Referencer
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Historie“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. október 2013. Sótt 11. febrúar 2020.