Erin Hunter

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Erin Hunter er skáldanafn höfunda bóka í Warriors- og Seekers-seríunni. Erin Hunter vísar til fjögra persóna, þriggja höfunda og eins ritstjóra. Þau eru:

  • Kate Cary, sem var fyrsti höfundur Warriors. Hún skrifaði Into the Wild, Fire and Ice, Rising Storm, Dawn, The Sight og Dark River. Hún er um þessar mundir að skrifa fjórðu bókina í Power of Three-seríunni.
  • Cherith Baldry, er annar höfundur nafnsins. Hún skrifaði Forest of Secrets, A Dangerous Path, The Darkest Hour, Midnight, Moonrise, Starlight, Twilight, Sunset og Firestar's Quest.
  • Tui Sutherland, er þriðji höfundur skáldanafnsins. Hún skrifaði Secrets of the Clans, og Seekers: The Quest Begins. Tui er nýráðin höfundur teymisins, en hún hefur einnig skrifað undir eigin nafni.
  • Victoria Holmes, er ritstjóri og höfundur sögugangs hverrar bókar fyrir sig.
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.