Fara í innihald

Erich Hartmann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Erich Alfred Hartmann (19. apríl 192220. september 1993) var þýskur herflugmaður í seinni heimsstyrjöldinni, sem enn þann dag í dag telst vera sá fræknasti í sögu flughernaðar. Erich Hartmann, sem uppnefndur var „Bubi“ af bandamönnum en „Svarti djöfull“ af óvinum, er sagður hafa skotið niður 352 óvinaflugvélar, en 345 þeirra voru skotnar niður í stríði við hinn sovéska flugher. Hann flaug allt í allt 1404 herferðir og lenti 825 sinnum í flugátökum á vegum Luftwaffe. Á þeim tíma brotlenti hann 14 sinnum, en ástæður brotlendinganna voru annaðhvort skemmdir af völdum splúndurbrota frá óvinaflugvélum eða vélarbilunar. Hann hélt því sjálfur fram að hann hefði aldrei verið skotinn niður eða þuft að lenda vegna árásaskota óvinarins.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.