Englar alheimsins
Útlit
(Endurbeint frá Englar alheimsins (bók))
Englar alheimsins er skáldsaga eftir Einar Má Guðmundsson sem kom út hjá Almenna bókafélaginu árið 1993. Hún fjallar um ungan mann með geðklofa. Bókin hlaut Menningarverðlaun DV í flokki bókmennta árið 1994. Árið eftir hlaut hún svo Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
Árið 2000 var gerð samnefnd kvikmynd eftir bókinni. Leikstjóri var Friðrik Þór Friðriksson.