Fara í innihald

Elfar Aðalsteins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Elfar Aðalsteins
Fæddur1. júní 1971 (1971-06-01) (53 ára)
StörfKvikmyndaleikstjóri,
handritshöfundur
Börn4

Elfar Aðalsteins (f. 1. júní 1971) er íslenskur leikstjóri og handritshöfundur. Áður en Elfar fór að starfa við kvikmyndagerð var hann forstjóri útgerðarfyrirtækisins Eskju á Eskifirði.[1] Elfar er barnabarn Aðalsteins Jónssonar sem oft er kallaður Alli ríki en Elfar var ættleiddur af honum og ömmu sinni, Guðlaugu Stefánsdóttur.[2] Fyrsta kvikmynd Elfars í fullri lengd, End of Sentence (2017), er á ensku og er samstarfsverkefni Íslands, Írlands og Bandaríkjanna. Önnur kvikmynd Elfars, Sumarljós og svo kemur nóttin (2022), er byggð á samnefndri bók Jóns Kalmans Stefánssonar frá 2005.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Bergsteinn Sigurðsson (28. september 2019). „Hætti að láta höfuðið ráða og fylgdi hjartanu“. RÚV. Sótt 6. október 2024.
  2. Guðrún Helga Sigurðardóttir (1. nóvember 2000). „Hann tekur við á Eskifirði“. RÚV. Sótt 6. október 2024.