Eldgamla Ísafold

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eldgamla Ísafold er íslenskt ljóð eftir Bjarna Thorarensen (f. 1786. d. 1841). Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1819 í danskri stúdentabók sem ber heitið Studenterviser i dansk, islandsk, latinsk og græsk Maal (útg. Semper Hilaris). Finnur Magnússon (f. 1781. d. 1847), prófessor í Kaupmannahöfn, hafði umsjón með Íslandshluta bókarinnar og valdi stútendasöngva á íslensku til birtingar.

Lagboðinn við Elgamla Ísafold er jafnan þjóðsöngur Breta, God save the King.

Texti[breyta | breyta frumkóða]

Eldgamla ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð.
Mögum þín muntu kær,
meðan lönd girtir sær
og guma girnist mær,
gljár sól á hlíð.

Eldgamla ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð.
Ágætust auðnan þér
upp lyfti biðjum vér,
meðan að uppi er
öll heimsins tíð.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]