Eiríkur Bergmann
Eiríkur Bergmann | |
---|---|
Fæddur | 6. febrúar 1969 |
Þjóðerni | Íslenskur |
Menntun | Kaupmannahafnarháskóli Háskóli Íslands |
Störf | Stjórnmálafræðingur, rithöfundur |
Eiríkur Bergmann Einarsson (f. 6. febrúar 1969) er íslenskur stjórnmálafræðingur og rithöfundur.
Menntun og fræðistörf
[breyta | breyta frumkóða]Eiríkur Bergmann fæddist í Reykjavík árið 1969 og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Hann er prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs við Háskólann á Bifröst.[1] Hann útskrifaðist með Cand.scient.pol.-gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1998 og doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2009.[2] Hann hefur verið gestakennari við ýmsar menntastofnanir, eðal annars við félagsvísindabrautina í Háskólanum í Ljubljana í Slóveníu.[3]
Eiríkur er aðallega þekktur fyrir greiningu sína á þjóðernispopúlisma, sem hann telur að hafi orðið að sérstakri tegund nýþjóðernishyggju í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar.[4] Hann hefur einnig rannsakað samsæriskenningar, Evrópusamruna og efnahagskerfi Íslands, sér í lagi í tengslum við efnahagshrunið 2008 og eftirmála þess.[5]
Greinahöfundur
[breyta | breyta frumkóða]Eiríkur Bergmann er virkur greinahöfundur hjá ýmsum íslenskum fréttablöðum og hjá breska blaðinu The Guardian.[6]
Stjórnlagaráðið
[breyta | breyta frumkóða]Eiríkur var kjörinn árið 2010 á íslenska stjórnlagaþingið og var árið 2011 einn 25 meðlima stjórnlagaráðsins sem ætlað var að vinna endurbætur á stjórnarskrá Íslands.[7][8]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Partners“ (enska). European Women Leaders. Sótt 19. júní 2020.
- ↑ „Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?“. Vísindavefurinn.
- ↑ „Faculty of Social Sciences hosted Professor Eiríkur Bergmann from Bifröst University in Iceland“ (enska). Háskólinn Ljubljana. 22. mars 2016. Sótt 19. júní 2020.
- ↑ Bergmann, Eirikur (2020). „Neo-Nationalism: The Rise of Nativist Populism“. Palgrave Macmillan.
- ↑ „Eirikur Bergmann“. Comparative Analysis of Conspiracy Theories in Europe (enska). European Cooperation in Science and Technology. Sótt 19. júní 2020.
- ↑ "Eirikur Bergmann". Profile. The Guardian.
- ↑ Elkins, Z., Ginsburg, T., & Melton, J. (14. október 2012). "A Review of Iceland’s Draft Constitution". The Comparative Constitutions Project.
- ↑ Valquíria Vita (30. maí 2013). „Como a Islândia reescreveu sua Constituição via Facebook“ (portúgalska). Superinteressante. Sótt 19. júní 2020.