Eindagi
Útlit
Eindagi er lokadagur frests sem kröfuhafi veitir skuldara til að inna greiðslu sína af hendi. Hafi samningsaðilar ekki samið um tiltekinn eindaga og ekki má leiða hann af samningssambandi þeirra eða landslögum, er gjalddagi greiðslu einnig eindagi hennar. Sé greiðslan ekki innt innan þess frests reiknast skaðabætur (þ.m.t. dráttarvextir) frá gjalddaga.