Eggert Claessen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eggert Claessen (16. ágúst 1877 – 21. október 1950) var lögfræðingur og athafnamaður í Reykjavík.

Eggert var sonur Jean Valgard Claessen landsféhirðis og Kristínar Briem, sem var dóttir Eggerts Briem sýslumanns. Systur hans voru þær Ingibjörg, kona Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra, og María Kristín, móðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra, en bróðir hans var Gunnlaugur Claessen yfirlæknir og Arent Claessen stórkaupmaður.

Eggert var einn af stofnendum Eimskipafélags Íslands, sat í stjórn félagsins frá stofnun og til dauðadags og var formaður stjórnarinnar í 25 ár. Hann var einnig aðalbankastjóri Íslandsbanka 1921 – 1930 en stundaði annars lögfræðistörf í Reykjavík. Hann var ásamt Sveini Björnssyni, síðar forseta, helsti hvatamaður að stofnun Lögmannafélags Íslands og var oft formaður þess. Eggert og Sveinn fluttu fyrsta málið fyrir Hæstarétti gegn hvor öðrum. Hann gekkst fyrir stofnun Vinnuveitendasambands Íslands 1934 og var formaður þess til dauðadags.

Kona Eggerts var Soffía Jónsdóttir (22. júlí 1885 – 20. janúar 1966) húsmæðrakennari.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Eggert Claessen hæstarjettarlögmaður. Minningarorð. Morgunblaðið, 27. október 1950“.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.