Fara í innihald

Eftirmáli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eftirmál)
Eftirmáli

Eftirmáli er niðurlagsorð á bókmenntaverki eða leikverki og er stundum notað sem stílbragð í kvikmyndum. Eftirmáli í bókmenntum er oftast um höfund þess, verkið sjálft og tímabilið sem það er sprottið úr. Eftirmáli í leikritum og kvikmyndum er annars eðlis, þ.e. einhverskonar niðurlag á verkinu sem það fylgir, og segir annaðhvort af högum persóna eftir að sagan er fullsögð eða er lokahnykkurinn á verkinu sjálfu. William Shakespeare skrifaði oft eftirmála í lok leikverks, og er hann oftast fluttur af einni persónu verksins, sbr. í Rómeo og Júlíu.

Varast ber að rugla eftirmála[1] í ofangreindri merkingu saman við eftirmál[2] í merkingunni eftirköst, afleiðing. Eftirmál er hvorugkynsorð, og oftast haft í fleirtölu (dæmi: sem betur fer urðu engin eftirmál vegna atburðanna), en eftirmáli er karlkyns (dæmi: vandaður eftirmáli var í bókarlok). [3] [4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Beyging orðsins „eftirmáli". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
  2. „Beyging orðsins „eftirmál". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
  3. Morgunblaðið 1995
  4. Morgunblaðið 1995
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.