Edda (Hús íslenskra fræða)
Útlit
Edda, Hús íslenskra fræða eða Hús íslenskunnar er menntastofnun við Arngrímsgötu í Reykjavík. Þar verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu, bókmenntum og sögu. Einnig verða þar handrit og ritsöfn. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum flyst þangað.
Byggingin sem var ákveðið að byggja árið 2005 er 6500 fermetrar. [1] Katrín Jakobsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna árið 2013. Verkið dróst í nokkurn tíma og var uppnefnt „hola íslenskra fræða“ þegar gröfturinn fyrir húsgrunninum stóð opinn.[2]
Húsið var opnað almenningi á sumardaginn fyrsta 2023 og hlaut nafn sitt deginum áður. [3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hús íslenskunnar mun kosta 6,2 milljarða
- ↑ 'Vísir að skógi úr „holu íslenskra fræða“ afhentur Skógræktarfélagi Reykjavíkur', Morgunblaðið (8. maí 2019).
- ↑ Hús íslenskunnar vígt 19. apríl Vísir, sótt 30/3 2023