Ebichu
Útlit
Titill á frummáli | おるちゅばんエビちゅ (Oruchuban Ebichu) |
---|---|
Enskur titill | Ebichu Minds the House |
Gerð | Sjónvarpsþættir |
Efnistök | Gamanþættir, kynlíf |
Fjöldi þátta | 24 |
Útgáfuár | 1999 |
Lykilmenn | Makoto Moriwaki, leikstjóri |
Myndver | GAINAX |
Oruchuban Ebichu (おるちゅばんエビちゅ) er anime sem er byggt á manga eftir Risa Ito(伊藤理佐) og fjallar um gæluhamsturinn Ebichu sem einbeitir sér að því í lífinu að hjálpa 25 ára kvenkyns eiganda sínum að giftast, þar sem hann heldur því fram að eftir 25 ára aldurinn sé fólk ekki lengur ungt.
Líkt og South Park í Bandaríkjunum, hefur þessi þáttaröð vakið athygli fyrir að sprengja ýmis siðferðisleg mörk en í þáttunum er mikið um ofbeldi, slæmt orðbragð og kynlíf, en þrátt fyrir það flokkast þeir ekki sem s.k. hentai, vegna þess að aðalundiröldur þáttanna eru kímni og kaldhæðni.
Persónur
[breyta | breyta frumkóða]- Ebichu — Aðalpersóna þáttanna. Ebichu er hamstur og hefur dálæti a camembertosti. Rödd: Kotono Mitsuishi.
- Eigandi — Eigandi Ebichu. Rödd: Michie Tomizawa.
- Kaishonachi — Kærasti eigandans. Nafn hans þýðir einfandlega ónytjungur og honum er lýst sem ómerkilegum framhjáhaldara með of þrönga forhúð. Rödd: Tomokazu Seki.
- Maa-kun
- Frú Watanabe
Ytri tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Opinber heimasíða á ensku Geymt 14 apríl 2005 í Wayback Machine