Fara í innihald

Ebichu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Anime
Titill á frummáli おるちゅばんエビちゅ
(Oruchuban Ebichu)
Enskur titill Ebichu Minds the House
Gerð Sjónvarpsþættir
Efnistök Gamanþættir, kynlíf
Fjöldi þátta 24
Útgáfuár 1999
Lykilmenn Makoto Moriwaki, leikstjóri
Myndver GAINAX

Oruchuban Ebichu (おるちゅばんエビちゅ) er anime sem er byggt á manga eftir Risa Ito(伊藤理佐) og fjallar um gæluhamsturinn Ebichu sem einbeitir sér að því í lífinu að hjálpa 25 ára kvenkyns eiganda sínum að giftast, þar sem hann heldur því fram að eftir 25 ára aldurinn sé fólk ekki lengur ungt.

Líkt og South Park í Bandaríkjunum, hefur þessi þáttaröð vakið athygli fyrir að sprengja ýmis siðferðisleg mörk en í þáttunum er mikið um ofbeldi, slæmt orðbragð og kynlíf, en þrátt fyrir það flokkast þeir ekki sem s.k. hentai, vegna þess að aðalundiröldur þáttanna eru kímni og kaldhæðni.

  • Ebichu — Aðalpersóna þáttanna. Ebichu er hamstur og hefur dálæti a camembertosti. Rödd: Kotono Mitsuishi.
  • Eigandi — Eigandi Ebichu. Rödd: Michie Tomizawa.
  • Kaishonachi — Kærasti eigandans. Nafn hans þýðir einfandlega ónytjungur og honum er lýst sem ómerkilegum framhjáhaldara með of þrönga forhúð. Rödd: Tomokazu Seki.
  • Maa-kun
  • Frú Watanabe

Ytri tengill

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi anime/mangagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.