Fara í innihald

Boðið upp í dans 2 - Samkvæmisdansar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá EXP-IM 74)
Boðið upp í dans 2 - Samkvæmisdansar
Bakhlið
EXP-IM 74
FlytjandiHljómsveit Magnúsar Péturssonar
Gefin út1960
StefnaSamkvæmisdansar
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Boðið upp í dans 2 - Samkvæmisdansar er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1960. Á henni flytur hljómsveit Magnúsar Péturssonar níu lög. Platan er gefin út í samstarfi við dansskóla Hermanns Ragnars og aftan á plötuumslagi stendur að samkvæmisdansarnir á plötunni séu í réttu dans-tempói. Platan er hljóðrituð í mono. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu. Umslagið var hannað hjá Amatörverslunninni ljósmyndastofu. Platan var pressuð hjá AS Nera í Osló.

  1. Tango eftir Magnús Pétursson - Hljóðdæmi
  2. Quickstep: Hvítir svanir
  3. Kom þú til mín
  4. Til þín
  5. Intermezzo úr Rjúkandi ráð
  6. St. Bernharðsvals
  7. Sextur
  8. Ve Leta: vals
  9. Enskur vals
Platan var pressuð í grænum lit.