Boðið upp í dans 2 - Samkvæmisdansar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Boðið upp í dans 2 - Samkvæmisdansar
Forsíða Boðið upp í dans 2 - Samkvæmisdansar

Bakhlið Boðið upp í dans 2 - Samkvæmisdansar
Bakhlið

Gerð EXP-IM 74
Flytjandi Hljómsveit Magnúsar Péturssonar
Gefin út 1960
Tónlistarstefna Samkvæmisdansar
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Boðið upp í dans 2 - Samkvæmisdansar er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1960. Á henni flytur hljómsveit Magnúsar Péturssonar níu lög. Platan er gefin út í samstarfi við dansskóla Hermanns Ragnars og aftan á plötuumslagi stendur að samkvæmisdansarnir á plötunni séu í réttu dans-tempói. Platan er hljóðrituð í mono. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu. Umslagið var hannað hjá Amatörverslunninni ljósmyndastofu. Platan var pressuð hjá AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tango eftir Magnús Pétursson - Hljóðdæmi 
  2. Quickstep: Hvítir svanir
  3. Kom þú til mín
  4. Til þín
  5. Intermezzo úr Rjúkandi ráð
  6. St. Bernharðsvals
  7. Sextur
  8. Ve Leta: vals
  9. Enskur vals
Platan var pressuð í grænum lit.

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Nú á síðustu árum hefur danskennzla og tilsögn í dansi aukist til muna meðal Íslendinga. Jafnframt því höfum við, sem leiðbeint höfum við þessa kennzlu, verið í vandrœðum með að benda nemendum okkar og öðrum á heppilegar hljómplötur til œfinga, vegna þess hve erfitt er að fá réttan hraða til notkunar við dans eingöngu.

Snemma var því farið að tala um, að œskilegt vœri að koma á framfœri dönsum og danslögum á hljómplötu til notkunar fyrir börn, unglinga og fullorðna, sem notið hafa tilsagnar í dansi og vildu halda því við. Þessar tvœr fyrstu plötur "BOÐIÐ UPP í DANS" l.og 2. eru því fyrsti áfanginn í vœntanlegu plötusafni og vona ég að þœr komi að gagni og að sem flestir megi njóta þeirra.

Barnadansarnir eru flestir nýir, en mikið dansaðir af þeim sem sótt hafa danskennzlu undanfarna vetur, en illmögulegt hefur verið að fá þessi lög á hljómplötum hér.

Eldri dansarnir eru gamlir enskir samkvœmisdansar, sem náð hafa vinsœldum hér meðal fullorðinna, þar sem þeir hafa verið kenndir. Enskur vals, quickstep og tango eru sígildir samkvæmisdansar og eru þar eingöngu leikin íslenzk lög. Magnúsi Péturssyni, píanóleikara vil ég þakka fyrir hans mikla starf við undirbúning og upptöku á þessum plötum svo og Dagfinni Sveinbjörnssyni, yfirmagnaraverði Ríkisútvarpsins sem hafði umsjón með upptökunni, litlu stúlkunum úr Melaskólanum sem sungu fyrir okkur barnaljóðin og síðast en ekki sízt "Íslenzkum Tónum" fyrir skilning þeirra og hjálp við að bœta dansmennt okkar Íslendinga.

Reykjavík 15. september 1960

Hermann Ragnar Stefánsson danskennari