Fara í innihald

Svavar Lárusson syngur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá EXP-IM 5)
Svavar Lárusson syngur
Bakhlið
EXP-IM 5
FlytjandiSvavar Lárusson, SY-WE-LA kvintettinn, Monty tríóið
Gefin út1954
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Svavar Lárusson syngur er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni flytur Svavar Lárusson tvö lög með SY-WE-LA kvintettinum og tvö lög með Monty tríóinu. Platan er hljóðrituð í mono. Upptökur fóru fram hjá Norska útvarpinu og í Þýskalandi. Pressun: AS Nera í Osló. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Prentun: Alþýðuprentsmiðjan.

  1. Fiskimannaljóð frá Capri - Lag - texti: Winkler - Friðjón Þórðarson - Hljóðdæmi
  2. Sólskinið sindrar - Lag - texti: Drake, Shirl - Ágústsson - Hljóðdæmi
  3. Húmsins skip - Lag - texti: Stan Jones - Loftur Guðmundsson
  4. Gleym mér ei - Lag - texti: Whitney, Kramer - Svavar Lárusson


Lögin á plötunni

[breyta | breyta frumkóða]
Lögin komu áður út á 78 snúninga plötum hjá Íslenskum tónum. Lögin Sólskinið sindrar og Fiskimannaljóð frá Capri komu fyrst út árið 1952 á 78 snúninga plötunni IM 3, en hún var ein af þremur fyrstu plötum Íslenskra tóna sem settar voru á markað í nóvember 1952. Lögin eru því ein fyrstu íslensku danslögin til að koma út á plötu. Lagið Húmsins skip er sérstakt að því leyti að þar er Hammond orgel notað í fyrsta sinn á íslenskri plötu ásamt því að notast er við bergmál og aðra hljóðeffekta. Lögin Húmsins skip og Gleym mér ei voru tekin upp í Þýskalandi.