EBEC: Evrópska Verkfræðikeppni BEST
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: Ytri tengla yfir í sér kafla, vantar innri tengla, vantar feitletrun á titli, skáletra meira. |
Einkennisorð | Design the future. Today |
---|---|
Stofnað | 2009 |
Gerð | Engineering Competition |
Svæði | Europe |
Vefsíða | http://ebec.BEST.eu.org |
Evrópska BEST verkfræðikeppnin, European BEST Engineering Competition (EBEC), er verkfræðikeppni sem haldin er árlega af félagi tækninema í Evrópu, Board of European Students of Techology, BEST. Verkfræðikeppnin er haldin í 32 löndum með það markmið að þjálfa nemendur með því að gefa þeim einstakt tækifæri til þess að leysa fræðileg sem og hagnýt vandamál. Nemendur mynda fjögurra manna lið sem fá það verkefni að leysa þverfaglegt hönnunar- eða rannsóknarverkefni, sem tengir saman allar hliðar verkfræðinnar. Verkfræðkeppnin leiðir saman nemendur, háskóla, fyrirtæki, stofnanir sem og frjáls félagasamtök og leitast við að þjálfa alþjóðlega þekkingu og persónulega þekkingu til hagnýtingar í raunverulegum verkefnum með hópavinnu.
EBEC verkefnið er einn veigamesti þáttur hinnar fjölbreyttu þjálfunnar sem BEST leggur til nemenda. Á meðan á keppninni stendur, hafa fróðleiksfúsir nemendur tækifæri til að hagnýta nám sitt og skora á sjálfan sig, víkka sjóndeildarhringinn og þjáfa með sér hugmyndafræði sem og mikilvæga samskiptahæfni við lausnir raunverulegra vandamála. Með keppninni vill BEST meðal annars stuðla að framförum í tæknilegri menntun, miðla reynslu til nemenda og auka alþjóðlega vitund tækninema. Nánar má segja að BEST sé brúin milli fyrirtækja og nemenda í tæknigreinum, þráðurinn sem tengir stúdentana við atvinnulífið.
Árið 2016 var lokakeppni EBEC haldin í Belgrade, Serbíu dagana 2. - 9. ágúst þar sem yfir 120 nemendur tóku þátt.
Saga EBEC
[breyta | breyta frumkóða]Upprunalega kom hugmyndin um verkfræðikeppnir í BEST vegna Kanadískra verkfræðinema á vegum CFES. í kjölfarið kíktu meðlimir BEST þá verkfræðikeppni árið 2002 sem gesta lið. Fyrsta verkfræðikeppnin á vegum BEST í Evrópu var haldin ári síðar í Eindhoven, árið 2003. Árið 2006 var fyrsta undankeppnin haldin í Portúgal. Að lokum var fyrsta úrslitakeppni EBEC haldin í Ghent árið 2009, þar sem sigurvegarar allra undankeppna mættu til leiks. Undankeppnirnar náðu til 2300 nema frá 51 háskólum í 18 löndum.
Fyrirkomulag EBEC
[breyta | breyta frumkóða]EBEC er ein stærsta verkfræðikeppni heims, sem skipulögð er af nemendum fyrir nemendur í Evrópu, með rúmlega 7.000 þátttakendum ár hvert. Ár hvert eru haldnar 84 undirkeppnir, 15 svæðiskeppnir og að lokum ein stór úrslitakeppni með sigurvegurum undir- og svæðiskeppna.
Undirkeppnir - Local Rounds
[breyta | breyta frumkóða]Undirkeppnir eru haldnar innan háskólanna flestra undirfélaga BEST. Sigurlið hvers háskóla heldur áfram á næsta stig keppninnar, svæðiskeppni.
Svæðiskeppnir - National/Regional Rounds
[breyta | breyta frumkóða]Svæðiskeppnir eru haldnar fyrir eitt eða fleiri lönd. Sigurlið undirkeppna koma til leiks og keppast um sæti í úrslitakeppninni. Í ár eru 15 svæðiskeppnir haldnar með yfir 700 þátttakendum.
Svæðiskeppnir | Undirkeppnir |
EBEC Alpe-Adria Geymt 5 maí 2016 í Wayback Machine | Erlangen, Graz, Ljubljana, Maribor, Zagreb |
EBEC Balkan Geymt 11 ágúst 2016 í Wayback Machine | Belgrade, Mostar, Nis, Novi Sad, Podgorica, Skopje |
EBEC Baltic Geymt 26 apríl 2016 í Wayback Machine | Ekaterinburg, Ekaterinburg UrFU, Kaunas, Moscow, Riga, Saint Petersburg, Tallinn |
EBEC Benelux Geymt 26 apríl 2016 í Wayback Machine | Aachen, Brussels, Brussels ULB, Delft, Ghent, Leuven, Liege, Louvain-la-Neuve |
EBEC Central Geymt 1 október 2015 í Archive.today | Prague, Brno, Bratislava, Kosice,Veszprém, Budapest |
EBEC France Geymt 26 apríl 2016 í Wayback Machine | ENSAM, ENSTA ParisTech, Lyon, Paris École Centrale, Polytechnique Paris, Supélec |
EBEC Greece Geymt 31 maí 2016 í Wayback Machine | Athens, Chania, Patras, Thessaloniki |
EBEC Italy Geymt 25 júní 2016 í Wayback Machine | Messina, Milan, Naples, Rome, Rome Tor Vergata, Trento, Turin |
EBEC Nordic Geymt 18 október 2016 í Wayback Machine | Copenhagen, Gothenburg, Helsinki, Stockholm, Tampere, Trondheim, Uppsala |
EBEC Poland Geymt 19 júní 2016 í Wayback Machine | Gdansk, Gliwice, Kraków, Lodz, Warsaw, Wroclaw |
EBEC Portugal Geymt 3 júní 2016 í Wayback Machine | Almada, Aveiro, Coimbra, Lisbon, Porto |
EBEC Romania & Republic of Moldova Geymt 2 maí 2016 í Wayback Machine | Brasov, Bucharest, Chisinau, Cluj-Napoca, Iasi, Timisoara |
EBEC Spain Geymt 22 apríl 2016 í Wayback Machine | Barcelona, Madrid, Madrid Carlos III, Las Palmas, Valencia, Valladolid |
EBEC Turkey Geymt 3 október 2016 í Wayback Machine | Ankara, Izmir, Istanbul, Istanbul Yildiz |
EBEC Ukraine Geymt 5 maí 2016 í Wayback Machine | Kiev, Lviv, Zaporizhzhya, Vinnytsia |
Úrslitakeppni EBEC - EBEC Final
[breyta | breyta frumkóða]Lokakeppni evrópsku verkfræðikeppninnar, úrslitakeppni EBEC, er einn þekktasti viðburður BEST. Framúrskarandi nemendur, fulltrúar yfir 80 fremstu háskóla Evrópu, koma saman í 10 daga til að leysa ólík verkefni í alþjóðlegu umhverfi. Á meðan á keppninni stendur hafa keppendur möguleika á að komast í samband við hin ýmsu fyrirtæki og einstaklinga.
Framkvæmd EBEC
[breyta | breyta frumkóða]Verkfræðikeppnin samanstendur annars vegar af sérsniðu rannsóknarverkefni og hins vegar hönnunarverkefni.
Sérsniðið rannsóknarverkefni - Case Study
[breyta | breyta frumkóða]“Case study” verkefnið er fræðilegt verkefni sem þarf að leysa með greiningu, gagnaöflun, umhugsun, prufukeyrslu og að lokum kynningu á niðurstöðum. Í raunveruleikanum þarf lausnin að vera framkvæmanleg innan ákveðins tímaramma og uppgefins fjármagns.
Hönnunarverkefni - Team Design
[breyta | breyta frumkóða]“Team design” verkefnið er hagnýtt og verklegt verkefni sem krefst þess að hönnun, bygging og kynning á frumgerð komi fyllilega til móts við skýrar byggingar- og rekstraráætlanir. Líkanið þarf að vera búið til innan ákveðins tímaramma m.t.t. lágmörkunar kostnaðar og takmarkaðs efni.
Yfirlit yfir EBEC síðustu ára
[breyta | breyta frumkóða]EBEC 2009 | Ghent, Belgíu - 1. - 12. ágúst |
EBEC 2010 | Cluj-Napoca, Rúmeníu - 1. - 11. ágúst |
EBEC 2011 | Istanbúl, Tyrklandi - 1. - 11. ágúst |
EBEC 2012 | Zagreb, Króatíu - 1. - 8. of ágúst |
EBEC 2013 | Varsjá, Póllandi - 1. - 9. ágúst |
EBEC 2014 | Ríga, Lettlandi - 1. - 9. ágúst |
EBEC 2015 | Portó, Portúgal - 2. - 11. ágúst |
EBEC 2009
[breyta | breyta frumkóða]Úrslitakeppni EBEC var fyrst haldin af undirfélagi BEST í Ghent í ágúst árið 2009. Sigurvegarar undir- og svæðiskeppna mættu til leiks og voru 80 talsins. Viðburðurinn hlaut stuðning frá UNEP sem setti fram raunverulegt hönnunarverkefni auk þess að opinbera EBEC sem samstarfsaðila European Year fyrir sköpunargáfu og frumkvöðlastarfsemi.
EBEC 2010
[breyta | breyta frumkóða]EBEC þróaðist áfram með enn fleiri þátttakendur. Úrslitakeppnin var nú haldin í Cluj-Napoca en yfir 5000 nemendur tóku þátt í undirkeppnum í 31. landi.
EBEC 2011
[breyta | breyta frumkóða]Úrslitakeppnin haldin í Isanbul með 104 þátttakendum.
EBEC 2012
[breyta | breyta frumkóða]Úrslitakeppnin haldin í Zagred, undir verndarvæng forseta Króatíu. Viðburðurinn samanstóð af fjórum vinnudögum, formlegrum opnunar- og lokunarathöfnum og einum frjálsum degi, þar sem þátttakendum gafst kostur á að skoða menningu Zagreb.
EBEC 2013
[breyta | breyta frumkóða]Úrslitakeppnin haldin í Varsjá og hlaut stuðning frá Tækniháskóla Varsjár og vísindaráðuneytinu. Yfir 6500 nemendur tóku þátt í undirkeppnum í 83. tækniháskólum Evrópu.
EBEC 2014
[breyta | breyta frumkóða]Úrslitakeppnin haldin í Riga með 116 þátttakendum.
EBEC 2015
[breyta | breyta frumkóða]Úrslitakeppnin haldin í Portó, sú stærsta frá upphafi, með 120 þátttakendum. Markmiðið sett hátt fyrir komandi keppnir sem munu ná til fleiri þúsunda nemenda um alla Evrópu.
Móttaka
[breyta | breyta frumkóða]EBEC er verkfræðikeppni sem teygir anga sína um alla Evrópu og nær til fleiri þúsunda nemenda, háskóla og fyrirtækja. Það sem einkenni EBEC er ekki aðeins sá fjöldi sem tekur þátt og tækifærin sem myndast, heldur einnig andrúmsloftið og samkennd þátttakenda og samstarfsaðila. Keppnin samanstendur af teymisvinnu, þar sem hugmyndafræði tengist kunnáttu, og hvert lið leggur sig fram að fullu. Allir þátttakendur, skipuleggjendur, styrktaraðilar og utanaðkomandi starfsfólk hafa sameiginlegt markmið að leiðarljósi, að skapa framtíðina, í dag. "Design the Future. Today."
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Úrslitakeppni EBEC 2015 í Portó var viðurkennd sem besta verkefni Portúgal til verðlauna "European Charlemagne Youth Prize".
Styrktaraðilar
[breyta | breyta frumkóða]BEST óskar jafnan eftir styrk frá stofnunum sem vilja hafa áhrif til Evrópskra nema. Fram til þessa, hefur EBEC verið styrkt af mörgum stofnunum og aðilum, svo sem: UNESCO, Young in Action, European Society for Engineering Education (SEFI), Institute of Electrical and Electronics Engineers.
Eftirfarandi háskólar hafa styrkt EBEC síðastliðin ár: Aristotle University of Thessaloniki, Czech Technical University in Prague, Graz University of Technology, National Technical University of Athens (NTUA), Silesian University of Technology in Gliwice, Universidade do Porto, Yildiz Teknik Universitesi.
Formleg viðurkenning til náms
[breyta | breyta frumkóða]EBEC er nú orðin þekkt meðal margra tækniháskóla Evrópu, sem hágæða verkefni sem miðlar þekkingu og reynslu til þátttakenda. Háskólinn í Portó var sá fyrsti til að meta verkfræðikeppning til ECTS eiinga til þátttakenda.
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Official Opening Warsaw 2013
-
Official Opening Porto 2015
-
EBEC Porto 2015
-
Group Picture Porto 2015
-
Case Study Caption 1
-
Team Design Caption 1
-
Team Design Caption 2
-
Team Design Caption 3
-
Team Design Caption 4
-
Interviewing Reply
-
NRR Coordinators 2015
-
Job Fair 2015
-
EBEC Awards
-
EBEC Group Picture
Nánar um nemendafélag BEST
[breyta | breyta frumkóða]Nánar um verkfræðikeppni EBEC
[breyta | breyta frumkóða]- EBEC Geymt 8 júní 2019 í Wayback Machine at best.eu.org
- EBEC on Facebook
- EBEC á samfélagsmiðlinum X