Útópía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Útópía er hugtak sem er notað um einhvern stað sem á að vera betri staður í samanburð við nútíðina. Orðið "staðleysa" hefur verið lagt til sem túlkun á hinu enska orði en hefur ekki náð neinni fótfestu.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Orð þetta er vitaskuld tökuorð í íslensku. Það kom fyrst fram á 16. öld sem titill á bók eftir Thomas More sem þar með er eignað að hafa sett það saman. More bjó orðið til úr grísku orðunum "outis" sem merkir 'enginn' og "topos" sem merkir staður. Orðið hefði því eiginlega átt að merkja "no place" eða "hvergi staður" en á þann veg beitti More ekki orðinu heldur fjallaði hann í bók sinni um ímindaða sælueyju í því skini að gagnrýna stjórnarfarslegt og félagslegt ástand sinnar samtíðar.