Fara í innihald

Drangaskörð

Hnit: 66°10′46″N 21°45′18″V / 66.179352°N 21.754908°V / 66.179352; -21.754908
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Drangaskörð
Bæta við mynd
LandÍsland
SveitarfélagÁrneshreppur
Map
Hnit66°10′46″N 21°45′18″V / 66.179352°N 21.754908°V / 66.179352; -21.754908
breyta upplýsingum

Drangaskörð eru sjö misháir jarðlagastaflar yst á fjallskaga í Árneshreppi á Ströndum. Hæsti dranginn er tæpir 200 metrar. Drangaskörð ganga fram úr svonefndu Skarðafjalli milli Dranga og Drangavíkur og eru af sumum talin ein sérstæðasta og hrikalegasta náttúrusmíð á Íslandi. Roföflin hafa sorfið bergið þannig að minnir á strýtur. Af bæjarnöfnunum beggja vegna er ljóst að upphaflega hafa Drangaskörð heitið Drangar en það nafn er aldrei notað nú.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.