Fara í innihald

Drag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kanadíska dragdrottningin Lemon (Christopher Elliott Baptista).

Drag er sviðslist sem gengur út á að ýkja hefðbundnar hugmyndir um kvenleika, karlmennsku og aðra kyntjáningu til listsköpunar. Oftast felur drag í sér klæðskipti, þar sem karlar leika konur (dragdrottningar) og konur leika karla (dragkóngar). Dragsýning er oft stutt skemmtiatriði á leiksviði þar sem áhersla er lögð á íroníu, háðsádeilu eða gagnrýni á kynhlutverk eða kynímyndir, en getur líka verið einföld skemmtun með látbragði, söng eða dansi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.