Fara í innihald

Dobermann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Dobermann Pincher)
Dobermann
Dobermann-hundar þykja býsna öflugir varðhundar.
Dobermann-hundar þykja býsna öflugir varðhundar.
Önnur nöfn
Dofri
Tegund
Vinnuhundur
Uppruni
Þýskaland
Ræktunarmarkmið
FCI: Hópur 2
AKC: Working
CKC: Hópur 3 (Working Dogs)
KC: Working
UKC: Guardian Dogs
Notkun
varðhundur
Lífaldur
11-13 ár
Stærð
Stór (63-72 cm) (32-45 kg)
Tegundin hentar
Reyndari eigendum
Aðrar tegundir
Listi yfir hundategundir

Dobermann pinscher eða dobermann (stundum skrifað doberman), einnig nefndur dofri á íslensku, er afbrigði af hundi. Dobermann-hundar eru háfættir og vöðvastæltir hundar og eru algengir varðhundar og lögregluhundar.

Dobermann rakki getur orðið 68-72 cm hár á herðakamb og vegið 40-45 kg. Tíkur verða aðeins minni eða 63-68 cm og um 32-35 kg.

Það var Þjóðverjinn Friedrich Louis Dobermann sem á heiðurinn á þessum glæsilega hundi. Hann var eins konar hundaeftirlistmaður og hafði því aðgang að mörgum ólíkum tegundum. Hann dreymdi um hinn fullkomna varðhund, meðalstóran eða stóran hund sem átti að vera snögghærður, hugrakkur og þolgóður. Fyrst paraði hann saman þýskum pinscher og rottweiler. Einnig kom við sögu Machester terrier og bendir (pointer). Um 1880 varð svo dobermann-hundakynið til og árið 1900 var hann fyrst skráður í Breska hundaræktunarfélagið, 1912 var Dobermann klúbbur stofnaður í Bandaríkjunum og árið 2005 var loks stofnaður Dobermann klúbbur á Íslandi .

Dobermann varð strax mjög vinsæll um allan heim sem varðhundur og lögregluhundur auk þess sem hann gegndi stóru hlutverki í seinni heimsstyrjöldinni í björgun mannslífa. Hann er stór, sterkur, þolinn og er í hópi gáfuðustu hundategunda í heiminum.[1]

Eiginleikar

[breyta | breyta frumkóða]

Dobermann hefur mikla vinnugleði og þarfnast krefjandi verkefna, hann á samt sem áður auðvelt með að una sér í ró og næði fyrir framan sjónvarpið við hlið húsbónda sins.

Flestir sem heyra minnst á orðið dobermann sjá jafnan fyrir sér froðufellandi óargadýr, sem er ef til vill ekki skrýtið, vegna þess orðspors sem af honum fer og hlutverks sem hann hefur gegnt í gegnum tíðina. Þetta eru að mestu leyti ýkjur, þó vissulega sé hægt að gera úr honum ákafan varðhund.

Að eðlisfari er dobermann barnagæla, blíður, ástríkur í meira lagi og traustur hundur, sem hefur þó sterkt varðeðli og mun hann gæta húsbónda síns, fjölskyldu hans, bílinn, húsið og hin gæludýrin en það er ekki sjálfgefið að hann ráðist á og slasi alla óvelkomna eða ókunnuga, heldur hefur hann bara í hótunum nema að honum sé kennt annað.

Dobermann hefur gjarnan verið notaður til lögreglustarfa, hann er góður leitar-, blindra- og björgunarhundur, einnig finnast dæmi sem þeir hafa verið þjálfaðir í veiði og jafnvel sem fjárhundar. Dobermann hefur einnig orðið mjög vinsæll sýningarhundur. Síðast en ekki síst þá er dobermann góður heimilishundur og traustur vinur.

Að eiga dobermann er þó mikil skuldbinding og ekki beinlínis ráðlagt að fá sér hann sem fyrsta hund, hann þarf mikinn aga og skýrar reglur. Dobermann elskar að vinna fyrir eiganda sinn og þarf að fá vinnu sem bæði reynir á líkamlegt og andlegt atgerfi. Því er sniðugt að fara með hann á hlýðni- og sporanámskeið þar sem hann fær útrás fyir vinnugleði sína með húsbónda sínum.

Tenglar (Dobermann Pinscher)

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Jón Már Halldórsson, „Hefur gáfnafar hunda verið mælt? Ef já, hvaða hundategund kom best út?“[óvirkur tengill] Vísindavefurinn 18.6.2002. (Skoðað 2.3.2007).