Albatrossar
Albatrossar | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||
Albatrossar (fræðiheiti: Diomedeidae), einnig kallaðir styrmar,[1] eru sjófuglar af ættbálk pípunefja (Procellariiformes). Útbreiðsla þeirra er á Norður-Kyrrahafi, Suður-Íshafi og á Suðurhveli frá Suður-Ameríku og Ástralíu. Þeir eru meðal stærstu fleygra fugla.
Albatrossar eru fimir í lofti og vængir geta spannað allt að 3,7 metra. Þeir hafast oftast við á smáeyjum og eru gjarnir á að halda sig við fæðingarstað sinn.
Albatrossar lifa mun lengur en flestir fuglar. Albatross-kvenfugl sem var merktur af bandarískum fuglafræðingum á Midway-eyju í Norður-Kyrrahfi árið 1956 er talinn 70 ára og verpir enn (2021). [2]
Fuglarnir verða kynþroska 5 ára og pör mynda langtímasambönd. Mökunarferlið felur í sér ýmsa dansa til að heilla gagnstætt kyn og getur tekið nokkurn tíma að fullkomna dansana. Úr einu varpi kemur eitt egg og verða ungarnir fleygir á tæpu ári.
Tegundir
[breyta | breyta frumkóða]4 ættkvíslir og 22 tegundir eru viðurkenndar af IUCN:
- Diomedea
- Diomedea amsterdamensis
- Diomedea antipodensis
- Diomedea dabbenena
- Diomedea epomophora
- Diomedea exulans
- Diomedea sanfordi
- Phoebastria
- Phoebastria albatrus
- Phoebastria immutabilis
- Phoebastria irrorata
- Phoebastria nigripes
- Phoebetria
- Phoebetria fusca
- Phoebetria palpebrata
- Thalassarche
- Thalassarche bulleri
- Thalassarche carteri
- Thalassarche cauta
- Thalassarche chlororhynchos
- Thalassarche chrysostoma
- Thalassarche eremita
- Thalassarche impavida
- Thalassarche melanophris
- Thalassarche salvini
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Albatross“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. mars 2017.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hanzak, J. (1971). Stóra fuglabók Fjölva (Friðrik Sigurbjörnsson þýddi). Fjölvi.
- ↑ Ungamamma á sjötugsaldri Rúv. skoðað 1. mars 2017.