Diane Arbus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Diane Arbus (14. mars, 1923 - 26. júlí 1971), var bandarískur ljósmyndari og rithöfundur, þekkt fyrir svarthvítar ljósmyndir sínar af fólki sem litið var á öðruvísi af samfélaginu (dvergar, risar, kynskiptingar, og sirkus fólk). Arbus trúði því að myndavélin væri “örlítið köld, örlítið hörð”, en hún birti engu að síðar sannleikann; muninn á því hvað fólk vill að aðrir sjái og hvað þau sjá í raun og veru - galla fólks. Vinur Arbus sagði að hún hafi sagt að hún væri “hrædd... að hún yrði alltaf þekkt sem ljósmyndarinn sem myndaði skrípi”; sá frasi hefur verið notaður mikið til að lýsa henni.

Árið 1972, ári eftir að hún framdi sjálfsmorð, varð Arbus fyrsti bandaríski ljósmyndarinn til að fá myndir birtar eftir sig á Feneyjatvíæringnum. Milljónir manns sáu sýningu hennar er hún ferðaðist á árunum 1972 - 1979. Milli áranna 2003 og 2006, voru Arbus og hennar verk hluti af annarri stórri sýningu sem ferðaðist um heiminn, Diane Arbus Revelations. Árið 2006 kom bíómyndin Fur út, þar sem leikkonan Nicole Kidman fór með hlutverk sem Arbus.

Þó svo að margar af ljósmyndum hennar hafi selst fyrir mörg hundruð þúsund dollara á uppboðum, hafa mörg verk hennar vakið deilur; sem dæmi árið 1971 sagði Normal Mailer “Að láta Diane Arbus hafa myndavél, er eins og að láta virka handsprengju í hendur lítils barns.” Aðrir hafa hinsvegar sagt að Mailer hafi verið ósáttur með mynd sem Arbus tók af honum þar sem hann hélt um klofið á sér, sem tekinn var fyrir New York Times Book Review.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Diane Arbus hét upprunalega Diane Nemerov, dóttir David Nemerov og Gertrude Russek Nemerov. Nemerov fjölskyldan var gyðinga fjölskylda sem bjó í New York borg og átti þar búð á fifth avenue sem bar nafnið Russek’s. Diane Nemerov stundaði nám við Fieldston School for Ethical Culture. Árið 1941, þegar hún var átján ára giftist hún æsku ástinni sinni Allan Arbus. Diane og Allan Arbus áttu saman tvö börn, en skildu svo árið 1969.

Ljósmyndaferill[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1946, eftir stríðið, byrjuðu Diane og Allan með Commercial Photography Business sem þau kölluðu “Diane & Allan Arbus,” þar sem Diane var listrænn stjórnandi og Allan var ljósmyndarinn. Í dálítin tíma skutu þau myndir fyrir Glamour, Seventeen, Vogue, Hapers’s Bazaar, og fleiri tímarit þó svo að þau hötuðu bæði tísku. Árið 1956, hætti Diane í tískubransanum. Hún snéri sér að því að mynda verkefni fyrir tímarit eins og Esquire, Harper’s Bazaar og The Sunday Times. Arbus kenndi um tíma við Parsons School of Design og Cooper Union í New York borg og einning í Rhode Island School of Design.

Andlát[breyta | breyta frumkóða]

Arbus barðist við þunglyndi í mörg ár. Árið 1968 skrifaði hún, “ég fer mikið upp og niður,”. Þann 26. júlí, 1971, þegar hún bjó í Westbeth Artists Community í New York borg, tók Arbus sitt eigið líf með því að taka inn slakandi lyf og skera sig á úlnlið. Lík hennar fannst svo tveimur dögum seinna í baðkarinu heima hjá henni, hún var 48 ára.