Delfí
Útlit
(Endurbeint frá Delfoi)
Delfí (gríska: Δελφοί Delfoi) er borg á hásléttu á Parnassosfjalli í Grikklandi. Í fornöld var borgin einkum þekkt sem staðurinn þar sem hægt var að ráðgast við véfrétt Appollons í hofi hans og þar sem Omfalos „nafli heimsins“ var geymdur.
Píþó var hofið í Delfum nefnt. Spádísin í Píþó (einnig nefnt Delfahof) hét Föba og var hún dóttir Jarðar. Hún sat á þrífættu hásæti og sá fram í tímann eða spáði fyrir honum með óræðum textum.
Fórnarnautið í Delfí nefndist Hósíóter: það var ekki einungis hosios, heilagt, heldur hosíóter, sá sem helgar. Helgunina öðluðust menn með því að snerta það.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Delfí.
Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.