Fara í innihald

Dauðadalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Death Valley)
Mesquite Flats sandöldurnar í Dauðadal.
Dauðadalur séður úr geimnum.

Dauðadalur eða Death Valley á ensku er eyðimerkurdalur í austur Kaliforníu. Dalurinn hefur að geyma lægsta punkt Norður-Ameríku, 86 metra undir sjávarmáli. Þar hefur einnig mælst hæsti hiti álfunnar; tæpar 57 gráður á celsíus.

Dauðadalur er u.þ.b. 225 km langur frá norðri til suðurs og 8-24 km breiður. Hann þekur um 7800 km2 svæði. Dalurinn er á ógreinilegum mörkum milli Lægðarinnar miklu og Mojave-eyðimerkurinnar, milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla.

Dauðadalur var þröskuldur í vegi landnema og síðar fannst þar hvítagull (borax), sem varð til byggðamyndunar tímabundið í dalnum. Landnemarnir gáfu honum nafnið sem nú er. Nú koma þangað helst ferðamenn og vísindamenn. Dalurinn var lýstur þjóðarminnismerki árið 1933 og þjóðgarðurinn var stofnaður 1994. Þjóðgarðurinn Death Valley National Park samanstendur af aðallega Dauðadal. Vorúrkoma hleypir skammvinnu lífi í margar litskrúðugar blómplöntur en ársúrkoman er í kringum 40 mm. Einnig finnast þar spendýr eins og íkorni og stórhyrningur.

Dauðadalur - Ferðaheimur
Hvað getið þið sagt mér um Dauðadal? - Vísindavefur Geymt 9 nóvember 2007 í Wayback Machine