Dartmoor-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning.
Landslag.
Granítklettarnir Bench Tor.
Bautasteinninn (menhir) Beardown man.
Fossinn White Lady í Lydford-gljúfri.

Dartmoor-þjóðgarðurinn er verndað mýrlendi í suður-Devon í suðvestur-England. Stærð þess er 954 km2 og er hæsti punkturinn High Willhays; 621 metrar. Hæðir á svæðinu eru yfirleitt úr graníti (kallaðar tor) og er mór algengur í mýrlendinu. Annar hæsti foss Englands, Canonteign Falls, er þar. Má finna þar þónokkuð af fornminjum frá bronsöld og talsvert af bautasteinum. Þjóðgarðurinn ber nafn frá Dart-ánni sem rennur um svæðið.

Helmingur þjóðgarðsins er í einkaeigu en þó má ganga um það land. Breski herinn hefur lengi notað svæðið undir æfingar og er 11% þess tileinkað því.

Íbúar svæðisins eru um 33.000 og er stærsti bærinn Ashburton. Þjónustumiðstöð ferðamanna er í Princetown og Postbridge. Kajak- og kanóróður og klettaklifur eru meðal afþreyingarmöguleika í Dartmoor.

Burrator-lónið


Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Dartmoor National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. mars. 2017.