Dagur Kári
(Endurbeint frá Dagur Kári Pétursson)
Jump to navigation
Jump to search
Dagur Kári Pétursson (fæddur 12. desember 1973) er íslenskur kvikmyndagerðarmaður. Hann er sonur rithöfundarins Péturs Gunnarssonar. Hann fæddist í Frakklandi, en fjölskyldan fluttist til Íslands þegar hann var þriggja ára gamall. Dagur Kári útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Danmerkur árið 1999. Stuttmynd hans Lost Weekend vann 11 verðlaun á erlendum kvikmyndahátíðum.