Fara í innihald

Daði Guðbjörnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Daði Guðbjörnsson (f. 12. maí 1954) er íslenskur listmálari, þekktastur fyrir málverk með persónulegum stíl sem einkennist oft af flúri og sveigðum formum. Vinnur olímálverk, akvarellur, blandaða tækni og grafík.

Daði stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík árin 1972-76 til undirbúnings fyrir inntökupróf, mest módel teikningu hjá Hringi Jóhanessyni. 1976-80 nam hann við Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Nýlistadeild. Þaðan lá leiðin í framhaldsnám 1983-84 við Rijksakademie van beeldende kunsten í grafíkdeild hjá Pieter Holstein og Herman Geerdink.

Daði byrjaði að sýna málverk um 1980 í anda nýjamálverksins í exprexoniskum stíl og Cobra máverksins frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum.

  Þetta æviágrip sem tengist menningu og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.