Dómkirkjan í Hróarskeldu
Útlit
Dómkirkjan í Hróarskeldu var reist úr rauðum múrsteini á ofanverðri 12. öld. Byggingin er blanda af rómverskum stíl og gotneskum.
Lýsing dómkirkjunnar
[breyta | breyta frumkóða]Dómkirkjan í Hróarskeldu er næstlengsta kirkja í Danmörku - kirkjuskipið er 84 m á lengd og upp í hvelfingar hennar eru 24 m, en turnspírurnar mun hærri. Innst í kirkjuskipinu er kórinn - aðskilinn frá útveggjum með súlnagöngum. Hann er tvískiptur, og nefnist fremri hlutinn kórsbræðra- eða kanúkakórinn. Þar eru raðir af stólum með veggjum fram, 44 að tölu, og eru þeir kallaðir munkastólar. Yfir sætunum er Biblían útskorin í myndum, 22 á hvorum vegg, að sunnanverðu Gamla testamentið - á norðanveggnum það nýja. Undir gólfi dómkirkjunnar hafa fundist leifar af grunni eldri kirkju.
Söguágrip
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hróarskeldudómkirkju.
Þessi trúarbragðagrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.