Fara í innihald

Klukkustund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Klukkutími)

Klukkustund eða klukkutími er mælieining fyrir tíma, táknuð með h, en er ekki hluti alþjóðlega einingakerfisins (SI). (Algeng íslensk skammstöfun er klst.) Klukkustund eru sextíu mínútur, eða 3.600 sekúndur, sem er um það bil 1/24 hluti sólarhrings.