Keisaraviður
Keisaraviður | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Plata úr "Flora Japonica" eftir Philipp Franz von Siebold og Joseph Gerhard Zuccarini
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Cryptomeria japonica (L.f.) D.Don | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Listi
|
Keisaraviður (Cryptomeria japonica) er japanskt tré og hið eina af ættkvíslinni Cryptomeria ("faldir hlutar") sem er af einiætt (Cupressaceae). Keisaraviður var áður talinn til Taxodiaceae. Hann er einlendur í Japan og gengur þar undir nafninu sugi (japanska: 杉).[2][3][4]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Keisaraviður er mjög stórt sígrænt tré, allt að 70 m hátt og 4 m í stofnþvermáli, með rauðbrúnan börk sem flagnar í láréttum flögum. Barrnálarnar liggja í spíral eftir greinunum, 0,5 - 1 sm langar og könglarnir eru hnattlaga, 1 - 2 sm í þvermál með 20–40 köngulskeljum.
Tegundin hefur verið ræktuð svo lengi í Kína að það er oft talið innfætt þar. Form sem hafa verið valin til skrauts eða til timburframleiðslu fyrir löngu í Kína hafa verið lýst sem sérstakt afbrigði Cryptomeria japonica var. sinensis (eða jafnvel sem sjálfstæð tegund, Cryptomeria fortunei), en þau eru vel innan þess breytileika sem finnst villt í Japan, og það eru engar sannanir fyrir að tegundin hafi fundist villt í Kína. Erfðagreining á frægasta stofni af Cryptomeria japonica var. sinensis á Tianmu-fjalli, sem er með tré sem eru talin tæplega 1000 ára gömul, styður þá kenningu að sá stofn sé innfluttur.[5]
Búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Cryptomeria vex í skógum með djúpum jarðvegi með góðu frárennsli, og í hlýju og röku loftslagi, og vex það hratt við þau skilyrði. Það þolir illa lélegan jarðveg og kaldara og þurrara loftslag.[6]
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Timbur Cryptomeria japonica er ilmríkt, veður, fúa og skordýraþolið, mjúkt og með lítinn þéttleika.[7][8]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Thomas, P.; Katsuki, T. & Farjon, A. (2013). „Cryptomeria japonica“. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T39149A2886821. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T39149A2886821.en. Sótt 4. desember 2017.[óvirkur tengill]
- ↑ kanjiTáknið fyrir sugi er hið sama og hanzitáknið fyrir shan, sem er notað fyrir aðrar tegundir, t.d., shui shan, Metasequoia glyptostroboides.
- ↑ "Cryptomeria japonica". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
- ↑ „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
- ↑ Chen, Y.; Yang, S. Z.; Zhao, M. S.; Ni, B. Y.; Liu, L.; Chen, X. Y. (2008). „Demographic Genetic Structure of Cryptomeria japonica var. sinensis in Tianmushan Nature Reserve, China“. Journal of Integrative Plant Biology. 50 (9): 1171–1177. doi:10.1111/j.1744-7909.2008.00725.x. PMID 18924282.
- ↑ Fu, Liguo; Yu, Yong-fu; Mill, Robert R. "Cryptomeria". Flora of China. 4 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA..
- ↑ B. Anshari; Z.W. Guan; A. Kitamori; K. Jung; I. Hassel; K. Komatsub (2010). „Mechanical and moisture-dependent swelling properties of compressed Japanese cedar“. Construction and Building Materials. 25 (4): 1718–1725. doi:10.1016/j.conbuildmat.2010.11.095.
- ↑ „Cryptomeria jponica“ (PDF). World Agroforestry Centre. Sótt 4. desember 2014.
Viðbótarlesning
[breyta | breyta frumkóða]- Cryptomeria anglica, Boulter and Chaloner, 1968; a fossil species from Pliocene deposits in Derbyshire, England.
- Gymnosperm Database: Cryptomeria
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Cryptomeria japonica, Morton Arboretum acc. 560-82*11 & 12
- USDA Forest Service Fact Sheet ST-219 Japanese Cedar (pdf)
- Conifers Around the World: Cryptomeria japonica - Sugi.